Dishwasher features

Sér um vinnuna fyrir þig
Nýju SmartFlex-uppþvottavélarnar eru hugsaðar fyrir nútímalífsstíl. Hversdagurinn getur verið síbreytilegur. Þess vegna hönnuðum við nýja kynslóð uppþvottavéla sem draga úr álaginu með aðstoð nýrra ítarlegra eiginleika. Innra rýmið er hannað þannig að pláss er fyrir hvern disk og öll hnífapör, sama hvaða lögun eða stærð er um að ræða. Þar hefurðu heimilistæki sem passa fullkomlega við þinn lífsstíl. Sveigjanleiki. Fjölbreyttar stillingar. Notagildi. Þessi hugtök voru höfð að leiðarljósi í hönnunarferli uppþvottavéla sem eru nógu sveigjanlegar til að takast á við öll verk og aðlaga sig að þörfum þínum. Í þeim má finna fjöldann allan af eiginleikum sem gefa þér tíma til að njóta þess sem er mikilvægt í lífinu.
Fullkomin niðurstaða
Snjallar lausnir
Einstök þægindi
Gorenje Smartflex opvaskemaskiner
15 mín. SpeedWash
15 mín. SpeedWash
15 mín. SpeedWash
Ímyndaðu þér að þú sért að halda matarboð og diskarnir sem voru notaðir í aðalréttinum eru orðnir hreinir þegar búið er að framreiða eftirréttinn.
IonTech
IonTech
IonTech
Allir kannast við ólyktina sem kemur frá hálffullri uppþvottavél með nokkra daga gömlu leirtaui.
Pláss fyrir borðbúnað fyrir 16 manns
Pláss fyrir borðbúnað fyrir 16 manns
Pláss fyrir borðbúnað fyrir 16 manns
XXL-uppþvottavélarnar bjóða nægt pláss fyrir allar þínar þarfir. Þrjár körfur bjóða upp á þvott á borðbúnaði fyrir 16 manns.
TotalDry
TotalDry
TotalDry
Hurð uppþvottavélarinnar opnast sjálfkrafa eftir að þvotti lýkur til að hleypa gufu út.

Fullkomin niðurstaða

Sér um vinnuna fyrir þig
Notkun nýjustu tækni í SmartFlex-uppþvottavélum skilar hámarksþvotti í hvert skipti. Öll ferli eru sjálfvirk og ná hámarksþvotti í XXL-hleðslum, auk þess að bjóða upp á einstaklega hröð þvottakerfi. Sótthreinsun á diskum fyrir barnið þitt og lekavörn kemur sér einnig vel.

Pláss fyrir borðbúnað fyrir 16

Sveigjanleiki sem skilar sér í þinn tíma
XXL-uppþvottavélarnar bjóða nægt pláss fyrir allar þínar þarfir. Þrjár körfur bjóða upp á þvott á borðbúnaði fyrir 16 manns. Sveigjanlegt innra rými býður upp á marga möguleika í hleðslu, einfalt í notkun og fullkominn þvottur.
_products/features/icon - 15 mín. SpeedWash

15 mín. SpeedWash

Hraður þvottur skilar aukinni afslöppun
Ímyndaðu þér að þú sért að halda matarboð og diskarnir sem voru notaðir í aðalréttinum eru orðnir hreinir þegar búið er að framreiða eftirréttinn. Flýtikerfi með SpeedWasheiginleikanum þrífur leirtauið á einungis 15 mínútum. Kjörið til að þrífa mikið magn af óhreinu leirtaui sem fylgir mörgum gestum.
meira
nálægt
_products/features/icon - Algjört AquaStop

Algjört AquaStop

Engar áhyggjur af vatnsleka
Með AquaStop-öryggiseiginleikanum er óhætt að skilja uppþvottavélina eftir í gangi á næturnar eða þegar þú ert ekki heima. Ef leki kemur upp slekkur AquaStop sjálfkrafa á vatnsstreyminu á meðan dælan hreinsar upp vatn sem er eftir í uppþvottavélinni. AquaStop virkar út endingartíma tækisins.
meira
nálægt
_products/features/icon - Tengi fyrir heitt vatn

Tengi fyrir heitt vatn

Hærra hitastig, minni orkunotkun
Hægt er að tengja Gorenje-uppþvottavélar við heitt vatn (hámark 70 °C) í staðinn fyrir kalt vatn. Tengi við heitt vatn styttir lengd stillingarinnar og dregur úr rafmagnsnotkun. Umhverfisvænn og ódýr valkostur fyrir heimilið.
meira
nálægt
_products/features/icon - QuickIntensive

QuickIntensive

Hraður daglegur uppþvottur
Með því að gera öll stig uppþvottarins sem skilvirkust geta SmartFlex-uppþvottavélar klárað verkið á einungis einni og hálfri klukkustund. Þannig geturðu þrifið og þurrkað fulla vél af óhreinu leirtaui mun hraðar en í höndunum og notað miklu minna vatn og orku á meðan.
meira
nálægt
_products/features/icon - ExtraHygiene

ExtraHygiene

Hafðu hreinan pela alltaf til reiðu
Þessi valkostur lengir þvottatímann og hækkar hitastigið um 5°C sem, ásamt öflugum þvottinum, hækkar hitastigið í 75°C og útrýmir nær öllum bakteríum. Þessi stilling hermir eftir sótthreinsun og er hugsuð fyrir fjölskyldur með ungabörn, sem þurfa að þrífa pela og áhöld fyrir barnið.
meira
nálægt
_products/features/icon - AutoProgramme

AutoProgramme

Hvort sem veislugestirnir eru tveir eða tólf eru diskarnir alltaf skínandi hreinir
Stundum þarf bara að skola glösin og stundum er uppþvottavélin full af þungum diskum eftir sunnudagsmatinn. Þróuð skynjaratækni mun alltaf aðlaga þvottakerfið þannig að vélin þrífur diskana fullkomlega með hámarkssparnaði á vatni og orku. Þú þarft ekki að stilla á sérstakt kerfi til að þvo gler eða þvo sérstaklega vel – AutoProgramme aðlagar sig að þínum þörfum.
meira
nálægt

Snjallar lausnir

Lausn við hverjum vanda
Nýjar Gorenje SmartFlex-uppþvottavélar hugsa ekki bara vel um leirtauið og þarfir notandans, heldur einnig umhverfið. Hátæknilausnir eins og PowerDrive-mótorinn spara orku og draga úr vatnsnotkun. Dæmi um aðrar snjallar lausnir er vörn gegn vondri lykt úr vélinni og sérstakur rennihurðareiginleiki sem opnar fyrir möguleikann á að staðsetja tækið í eldhúsum af öllum stærðum og gerðum.

TotalDry

Hugsar um sjálfa sig
Hurð uppþvottavélarinnar opnast sjálfkrafa eftir að þvotti lýkur til að hleypa gufu út. Þetta hleypir fersku lofti að borðbúnaðinum svo það sem var þvegið, eins og plastdiskar, þornar algjörlega. Hentar einstaklega vel fyrir hraðvirka þurrkun með lítilli orkunotkun.
_products/features/icon - IonTech

IonTech

Engin lykt, engar áhyggjur
Allir kannast við ólyktina sem kemur frá hálffullri uppþvottavél með nokkra daga gömlu leirtaui. Þróuð IonTech-tækni er innbyggð í Gorenje-uppþvottavélar og nýtir sér náttúrulegt ferli jónunar, sem útrýmir lykt og heldur uppþvottavélinni ferskri, meira að segja þegar hún er full af skítugum diskum.
meira
nálægt
_products/features/icon - SmartLook

SmartLook

Uppþvottavél hönnuð fyrir eldhúsið þitt
Hægt er að setja uppþvottavélina upp í öllum gerðum eldhússkápa með sérstökum rennihurðarbúnaði, sama hver lengd hurðarinnar eða gerð hlífðarplötunnar er. Að auki býður innbyggð vatnslekavörn upp á uppsetningu uppþvottavélarinnar í þægilegri hæð. Ekkert bil undir hurð!
meira
nálægt
_products/features/icon - Staðan á skjánum

Staðan á skjánum

Alltaf við stjórnvölinn
Auka LED-skjár utan á hurð uppþvottavélarinnar birtir alltaf stöðuna á þvottakerfinu og hversu langt er í að þvottinum ljúki. Þannig veistu alltaf hvort þú getir bætt diskum við eða hvort uppþvottavélin sé að þvo af krafti, hvort þurrkunarferlið sé hafið eða hvort þvottinum sé lokið.
meira
nálægt
_products/features/icon - PowerDrive-áriðilsmótor

PowerDrive-áriðilsmótor

Ótrúlegt afl, mikil skilvirkni
Nýr og öflugur PowerDrive-áriðilsmótorinn er burstalaus og með hraðastjórnun. Hann tryggir frábæra frammistöðu sem er töluvert hljóðlátari, með lægri orkunotkun og lengri líftíma.
_products/features/icon - Ryðfrítt XXL-stál

Ryðfrítt XXL-stál

Meira rými fyrir óhreint leirtau
Samþætt uppþvottavél sem er 86 cm á hæð passar fullkomlega inn í eldhús þar sem borðhæðin er sniðin að notandanum. Stórt 56 cm kar úr ryðfríu stáli, eitt það stærsta sem finnst á markaðnum, býður upp á nóg pláss fyrir allt sem þú þarft. Jafnvel 35 cm diskar í XXL og 31 cm í uppþvottavélum í venjulegri stærð!
meira
nálægt
_products/features/icon - 6,9 lítra vatnsnotkun

6,9 lítra vatnsnotkun

Sparar tíma og vatn
Þegar vaskað er upp í höndunum eru notaðir allt að 100 lítrar af ferskvatni til að þrífa borðbúnað fyrir 12 manns. Þvottur í uppþvottavél notar tífalt minna magn. Öflugri gerðir eru með sérstökum vatnsgeymi sem minnkar vatnsnotkun niður í 6,9 lítra fyrir hvern þvott.
meira
nálægt

A+++-10% lág orkunotkun

Orkunýtni í hámarki
Með nýja PowerDrive-áriðilsmótornum ná sérsniðin kerfi og snjallar lausnir á borð við TotalDry-uppþvottavélar frá Gorenje fullkomnum þvotti og þurrkun með mjög lítilli orkunotkun.

Einstök þægindi

Nýr fjölskyldumeðlimur
Nýju SmartFlex-uppþvottavélarnar frá Gorenje eru hannaðar með eitt meginmarkmið í huga: að gera líf notandans auðveldara og þægilegra. Þessi glænýju heimilistæki bjóða upp á framúrskarandi notkunarupplifun og verða fljótt ómissandi hluti af heimilinu þökk sé einfaldri og rökréttri notkun. Það mun reynast þeim sem eru nota uppþvottavél í fyrsta skiptið auðvelt og þægilegt að nota SmartFlexuppþvottavélarnar. Lýsing að innan og utan bætir notkunina enn meira og hljóðlát virknin tryggir kyrrð og ró á heimilinu.

SmartControl

Skýr og einföld stjórn
Það hefur aldrei verið auðveldara að nota uppþvottavélina. Allir stjórntakkar eru í þægilegri stöðu í einfaldri röð eftir virkni frá vinstri til hægri. Allar gerðir eru með frábærum hvítum LED-ljósum, en sumar öflugri gerðirnar eru einnig með snertistýringu. Bara ein snerting er nóg til að hefja þvottinn.
_products/features/icon - Innri lýsing

Innri lýsing

Skýr yfirsýn
Úthugsuð staðsetning á LED-ljósunum lýsa upp innan í uppþvottavélinni þannig auðvelt er að hlaða og tæma hana.
_products/features/icon - Stillanlegar körfur

Stillanlegar körfur

Úthugsuð hönnun að innan
Körfurnar eru með sérmerktum, hreyfanlegum einingum og breytilegri uppsetningu á körfum sem auðvelda notkun. Einfaldar stillingar fyrir körfurnar þrjár gera þér kleift að koma stærstu pottum og diskum fyrir. Auðvelt er að leggja saman diskagrindina í neðri körfunni til að skapa meira pláss fyrir stærri hluti. Hnífapörum má raða í sérstakan bakka. Hnífapörin eru staðsett þannig þau rispa ekki og þorna alveg.
Hvert smáatriði er hannað af nærgætni, svo notkunin sé eins auðveld og auðið er.
meira
nálægt
_products/features/icon - Stöðuljós

Stöðuljós

Alltaf við stjórnvölinn
Neðan á samþættri hurð þvottavélarinnar er sérstakt LED-ljós sem sýnir stöðuna á þvottakerfinu. Þannig veistu alltaf hvort uppþvottavélin sé í gangi eða hvort þvottinum sé lokið.
_products/features/icon - SuperSilent

SuperSilent

Ekki hærra en hvísl
Hljóðlátustu þvottavélarnar vinna á sama hljóðstyrk og samtal sem er hvíslað á milli tveggja aðila. Hljóðlát starfsemin er afrakstur sérstakrar hljóðeinangrunar, skilvirkra mótora, notkunar á hágæðaefni og framsækinna lausna í þvottakerfinu.
meira
nálægt