Fréttasafn
Þriðjudagur, 3. Nóvember 2009, Mikilvægar öryggisupplýsingar varðandi tilteknar gerðir kæli-/frystiskápa
Mikilvægar öryggisupplýsingar varðandi tilteknar gerðir kæli-/frystiskápa
Til að tryggja notendum Gorenje-heimilistækja hámarksöryggi býður Gorenje þeim sem keypt hafa kæli-/frystiskápa af gerð RKI-ORA-S, RKI-ORA-E, RKI-ORA-S-L, RKI-ORA-E-L, RK-ORA-S, RK-ORA-E, RK-ORA-S-L, og RK-ORA-E-L á Íslandi að senda tölvupóst á netfangið heim@ronning.is eða að hafa samband við Rönning í síma 562 4011 milli klukkan 9.00 og 18.00 alla virka daga. Fyrirtækið mun senda tæknimann, viðskiptavinum þess að kostnaðarlausu, til að kanna ástand viðkomandi vöru. Við tilteknar kringumstæður er möguleiki að galli komi upp í einingu vörunnar og valdi hættulegri bilun í henni.
Gerðir þar sem kanna þarf ástand vörunnar eru með raðnúmer frá 70000000 til 75200000.
Upplýsingar um gerð og raðnúmer kæli-/frystiskápa eru prentaðar á merkiplötu innan í sjálfum kæliskápnum (á vinstri hliðinni) framan við grænmetisskúffuna. Á myndinni hér að neðan má sjá merkiplötu með raðnúmeri (afrit af öllum viðeigandi merkiplötum er að finna á næstu síðu). Upplýsingar um raðnúmer og gerð vörunnar er einnig að finna í ábyrgðarskírteininu sem fylgdi með vörunni.
Þrátt fyrir líkur á bilun séu minniháttar og hverfandi hefur Gorenje ákveðið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og tryggja öryggi eigenda ofangreindra kæli-/frystiskápa með því kynna þeim hugsanlega hættu.
Engin hætta er á að bilun nema í þeim kæli-/frystiskápum sem passa við eftirfarandi módel og raðnúmer.