Fréttasafn

Mánudagur, 8. Febrúar 2016, Ísland

Örbylgjuofn frá Gorenje í geimnum

Örbylgjuofn frá Gorenje í geimnum
Örbylgjuofn úr hönnunarlínunni Ora–Ïto frá Gorenje gegnir mikilvægu hlutverki í geimferðum. Rísandi örbylgjustjarnan okkar kom fyrir í kvikmyndinni The Martian með Matt Damon í aðalhlutverki.

Áhugamenn um „sci-fi“-myndir hafa án efa séð kvikmyndina The Martian þar sem Hollywood–stjarnan Matt Damon reynir að komast aftur til jarðar eftir að hann er óvart skilinn eftir í leiðangri til rauðu plánetunnar. Í einu atriðinu í geimstöðinni sést örbylgjuofn úr hönnunarlínunni Ora–Ïto frá Gorenje sem aðstandendur myndarinnar sáu að hentaði einstaklega vel til geimferða. Örbylgjuofninn og tímalaus hönnun hans passar fullkomlega inn í umhverfi geimstöðvarinnar árið 2035.

The Martian, sem er leikstýrt af Ridley Scott, er sigurvegari Golden Globe-hátíðarinnar í ár og tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.

Í kjölfar þessarar óvæntu „geimkynningar“ gæti Gorenje ákveðið að bæta við úrval sitt af sérhönnuðum heimilistækjum í framtíðinni. Hugsanlega einhverju tengdu geimnum, með tilliti til þessarar frábæru skírskotunar.

Þeir sem vilja ekki bíða svo lengi geta skoðað áðurnefndan örbylgjuofn eftir franska hönnuðinn Ora–Ïto á vefsvæði okkar.