G5 Quality Service
Það er okkur mikið kappsmál að tryggja viðskiptavinum okkar mesta mögulegu ánægju og öryggi með Gorenje-tækið sitt, bæði nú og síðar. Þess vegna veitum við öllum viðskiptavinum okkar G5 gæðaþjónustu frá þeim dagi að Gorenje-tækið var keypt. Þettagildir um öll stór heimilistæki frá Gorenje (nema frístandandi örbylgjuofna) sem keypt eru eftir 1. apríl 2018. Eftirfarandi er innifalið:
2 ára allsherjarábyrgð:
Gorenje tekur á sig sönnunarbyrgði alla 24 mánuðina sem kaupandi hefur rétt til að kvarta. Lögum samkvæmt ber Gorenje aðeins sönnunarbyrðina fyrsta hálfa árið.
Ókeypis varahlutir fyrstu 5 árin:
Gorenje býður ókeypis varahluti í 5 ár. Sjá skilmála hér að neðan.
10 ára trygging fyrir aðgengi að varahlutum:
Gorenje býður ókeypis varahluti í 5 ár. Sjá skilmála hér að neðan.Þannig tryggjum við þér að við getum afhent varahluti í vöru frá Gorenje í að lágmarki10 ár eftir að hún var keypt.
Skilmálar G5 gæðaþjónustunnar
Rétturinn til að kvarta fyrstu 24 mánuðina gildir um efnis- og smíðagalla sem fram koma við eðlilega notkun í venjulegu heimilishaldi.Rétturinn til að kvarta nær ekki til galla eða tjóns sem orðið hefur vegna beinnar eða óbeinnar rangrar notkunar, misnotkunar eðaónógs viðhalds eða rangrar uppsetningar, þar með talin innbygging, uppsetning eða tengingar. Utanaðkomandi rafmagnsbilanir,t.d. vegna eldingar, bilunar í rafneti o.þ.h. Viðgerð skal framkvæmd af vottuðum Gorenje-tæknimenntuðum manni og varan skal veraviðgerðarmanninum aðgengileg.
Um 5 ára ókeypis varahluti gildir einnig:
• Skilmálarnir gilda um varahluti í heimilistæki frá Gorenje (nema frístandandi örbylgjuofna) sem keypt eru og notuð innan landamæraDanmerkur.
• 5 ára ókeypis varahlutir gildir eingöngu um varahluti í heimilistæki frá Gorenje þegar skilmálar eru að öðru leyti uppfylltir.
• 5 ára ókeypis varahlutir gildir eingöngu, sé viðgerðin unnin af vottuðum Gorenje-tæknimenntuðum manni.
• 5 ára ókeypis varahlutir gildir ekki fyrir vinnulaun og flutningskostnað vottaða Gorenje-tæknimenntaða mannsins. Sá kostnaður erreiknaður út á grundvelli gildandi verðlista á þeim tíma sem þjónustan hefst og er reiknaður út í samræmi við viðskiptaskilmálaviðgerðarmannsins.
• 5 ára ókeypis varahlutir fellur úr gildi, megi rekja gallann í vörunni til þess að:
- Ekki var farið nægilega vel eftir leiðbeiningum um notkun, þar með talin röng notkun. // - Viðhald var ófullnægjandi. // - Tækiðvar rangt sett upp, þar með talin innbygging, uppsetning eða tenging. // - Menn án vottunar unnu viðgerðir á tækinu. // - Í vörunavoru settir aðrir varahlutir en upprunalegir. // - Tjón varð af völdum högga vegna mistaka sem kaupandi eða þriðji aðili gerði. // -Óviðráðanlegra atvika (flóða, þrumuveðurs, eldsvoða o.s.frv.). // - Tækið var notað í viðskiptalegum tilgangi eða til gróðabralls.
• Að viðgerð lokinni eða eftir að skipt hefur verið um varahluti verða þeir hlutir sem fjarlægðir voru eign Gorenje.
Sé tækið þjónustað, leiðir það hvorki til þess að almenna þjónustutímabilið, sem gildir um tækið í heild sinni, lengist, sé endurnýjaðeða breytist. Engar aðrar kröfur falla undir þessi skilyrði og skilmála.
Gæði og hefðir
G5 gæðaþjónustuskírteinið verður sent á ofangreint netfang.Gorenje hefur framleitt hágæða heimilistæki í rúmlega 6 áratugi. Við gerum okkar allra besta til að þróa tækni okkar og jafnóðum að bæta framleiðsluferlin. Gorenje byggist á slóvenskum hefðum og evrópsku gildismati og er í hópi fremstu framleiðenda heimilistækja í Evrópu. Við erum stolt af hverju einasta tæki sem verksmiðjurnar senda frá sér því við vitum að þau eru öll framleidd og prófuð í samræmi við strangar evrópskar umhverfiskröfur.
Við þurfum að fá nokkrar persónulegar upplýsingar til þess að geta veitt þér bestu mögulegu þjónustu. Mikilvægt er að skrá allar upplýsingar rétt inn til svo G5 gæðaþjónustan verði gild. Fylltu út eyðublaðið hér að neðan og við sendum þér skírteini um G5 gæðaþjónustu.