All oven features

Designed as a stoneoven
Hver einasti Gorenje-ofn er lítil ævintýraverksmiðja. Þúsundir nákvæmlega tímasettra ferla fara þar fram, hver og einn með það að markmiði að framkalla gómsætan mat. Áralangar og strangar rannsóknir okkar á eðlisfræði baksturs, steikingar og gufueldunar hafa skilað sér í úrvali aðgerða og eiginleika til að aðstoða þig við eldamennskuna. Ofnarnir eru gagnlegir hjálparkokkar með auga fyrir smáatriðunum: lögun ofnsins stuðlar að jafnri hitadreifingu, hitamælir sér til þess að kjöt sé rétt eldað og gufueiginleiki tryggir hárrétt rakastig. Hægt er að velja um fjölda spennandi stillinga sem allar eru einstaklega einfaldar í notkun.

HomeMade-lögun

Bakstur eins og úr viðarbrennsluofni
Hefðbundin rúnnuð lögun Gorenje-ofnanna er sem fyrr einn af þeirra helstu kostum. Lögunin sækir innblástur í lögun hefðbundinna viðarbrennsluofna og tryggir að loftið berst betur um rýmið. Þar sem heitt loftið flæðir frjálst dreifist það jafnt um ofninn og umlykur matinn. Jafn og góður hiti á öllum hliðum stuðlar að því að maturinn er alltaf fullkomlega eldaður: stökkur að utan og safaríkur að innan. Þessi lögun ásamt MultiFlow 360˚ loftræstikerfinu gerir þér kleift að baka jafnt á öllum fimm hæðum.
_products/features/icon - MultiFlow 360˚

MultiFlow 360˚

Allar hliðar eru jafngóðar
MultiFlow 360˚ tryggir besta hugsanlega streymi hita eða gufu um ofninn. Loftræstiop MultiFlow 360° kerfisins á hárréttum stöðum á bakhlið ofnsins og einkennandi HomeMade-lögunin dreifa lofti og gufu jafnt um allan ofninn. Viftan hleypir heitu lofti og gufu inn í öll horn svo að maturinn eldast jafnt á öllum hliðum.
meira
nálægt
_products/features/icon - SuperSize

SuperSize

XXL-bakkar hæfa öllum ofnum
Rúmbetri ofnar gerar þér kleift að elda meiri mat, ekki aðeins vegna þess að blásturinn er jafn á öllum hæðum því 46 cm breiðar ofnplötur komast fyrir í bæði minni og stærri ofnum frá okkur. Framsæknar lausnir tryggja stærra innra rými og breidd ofnsins er nýtt að fullu. Það verður meira rými á hverri ofnplötu og afburðagóð tækni tryggir að maturinn eldast jafnt á öllum hæðum.
meira
nálægt
_products/features/icon - Nóg pláss

Nóg pláss

Meira rými eykur frelsi við matargerð
Ný kynslóð Gorenje-ofna lumar á auknu rými í efri hlutanum. Loftið flæðir nú frjálst um rýmið á jafnvel enn meiri hraða. Með auknu rými er hægt að nota stærri ofnskúffur og elda meira magn í einu en stærð ofnsins að utanverðu helst óbreytt. Í staðinn fyrir þrjár hæðir er nú hægt að nota fimm hæðir í ofninum í einu. Rúmmál ofnsins er allt að 75 l í hefðbundnum ofnum og allt að 53 l í örbylgjuofnum, sem er með því stærsta á markaðnum.
meira
nálægt
_products/features/icon - Bakað á mörgum hæðum

Bakað á mörgum hæðum

Margir réttir í einu
MultiFlow 360˚ loftræstikerfið og lögun HomeMade-ofnanna gera hið ómögulega mögulegt: Að elda fimm rétti í ofninum í einu. Og góðu fréttirnar eru: bragð og ilmur réttanna blandast ekki saman. Í Superior-útfærslum er hægt að raða plötunum á fimm hillur. Dreifing lofts tryggir jafna eldun á öllum hæðum. Þar sem ofninn er stærri hefurðu líka betri yfirsýn yfir matinn.
meira
nálægt
_products/features/icon - PerfectGrill

PerfectGrill

Tvöföld hitun fyrir hæfilega stökkan mat
Bestur árangur í bökun næst með því að hafa saman stærri og minni hitagjafa þar sem þeir minni eru hafðir innan í þeim stærri. Hiturunum er komið fyrir af mikilli snilld þannig að hitinn dreifist eins jafnt og hægt er og tryggir besta mögulega árangur hverju sinni þannig að maturinn er stökkur að utan en mjúkur innan í. Breytilegur hitastillir getur nýtt sér annað hvort innri og ytri hitarana eða báða í einu. Í best útbúnu gerðunum er hægt að fjarlægja hitarann svo hreinsun og viðhald verði auðveldari.
meira
nálægt
_products/features/icon - Sjálfvirk kerfi

Sjálfvirk kerfi

Börnin geta eldað líka
Gorenje-ofnar eru búnir alsjálfvirku eldunarkerfi með yfir 80 uppskriftum til að velja úr, sem er fullkomið fyrir byrjendur í eldamennsku. Leyndarmálið á bak við sjálfvirku stillinguna er í raun einfalt – allar breytur, svo sem tími, hitastig og hitarar eru forskilgreindar. Það eina sem notandinn þarf að gera er að velja tegund réttar og setja í gang. Svo sér ofninn um afganginn.
meira
nálægt
_products/features/icon - StepBake

StepBake

Fullkominn matur í 2 til 3 skrefum
Vatn gufar upp úr mat þegar eldað er á miklum hita svo rétturinn verður þurr. Mikla reynslu og þekkingu á hentugu hitastigi þarf til að geta stillt hitann rétt meðan á bakstri stendur. Með þrepaskiptri stillingu er hægt að nota alsjálfvirkt kerfi með allt að þremur skrefum fyrir eldunaraðferðina sem valin er. Þannig verður maturinn safaríkur, heldur safanum vel og er fullkomlega eldaður. Aldrei er þörf á að opna ofninn meðan á eldun stendur, sem sparar rafmagnið. Þetta er tilvalið fyrir reyndari matreiðslumenn og fyrir rétti eins og brauð og lasagne þar sem breyta þarf hitastiginu við eldun.
meira
nálægt
_products/features/icon - SlowBake

SlowBake

Mjög hæg leið til fullkomnunar
Í SlowBake er maturinn eldaður við lágt hitastig í allt að 6 klukkustundir. Langur eldunartími gerir að bæði kjöt og fiskur mýkist en heldur samt safaríkri áferð sinni, ilman og næringarefnum.
_products/features/icon - Jógúrt

Jógúrt

Einfalda leiðin að hollustu
Þú vissir kannski ekki að það er líka hægt að búa til jógúrt í ofninum. Heimagerð jógúrt er höfð í 40 ˚C hita í 3 klukkustundir og notast við nokkra aukahluti frá Gorenje.
_products/features/icon - Þurrkun

Þurrkun

Bragðgóður matur alltaf innan seilingar
Hægt er að þurrka kjöt, ávexti, grænmeti og kryddjurtir í ofninum á skömmum tíma. Nota má allar fimm hillurnar samtímis við þurrkun.
_products/features/icon - IconTouch

IconTouch

IconTouch gerir þér kleift að stýra ofninum með því að snerta skjá og nota vinnuvistfræðilega hannaða hnappa.
_products/features/icon - TelescopicGuides ofnrennur

TelescopicGuides ofnrennur

Þær renna mjúklega út til stuðnings þér
Útdraganlegar ofnrennur renna mjúklega og gefa þér úrvals yfirsýn á öllum stigum eldamennskunnar. Þannig verður auðveldara og öruggara að fjarlægja ofnplöturnar og hreinsa. Gorenje-ofnar eru búnir að fullu útdraganlegum ofnrennum á þremur hæðum í Superior-vörulínunni. Með pyrolytic hreinsun ætti að fjarlægja þær úr ofninum.
meira
nálægt
_products/features/icon - FastPreheat

FastPreheat

Ótrúlega hröð hitun sparar tíma og orku
Ofninn nær allt að 200°C hita á aðeins 6 mínútum sem er 30% tímasparnaður miðað við hefðbundna hitun. Þetta kemur sér vel þegar uppskriftin kallar á forhitaðan ofn. Ljós- og hljóðmerki gefa til kynna að réttu hitastigi sé náð.
meira
nálægt
_products/features/icon - MeatProbe

MeatProbe

Hárrétt steikt í hvert einasta skipti
MeatProbe hefur eftirlit með hitanum innan í kjötinu og stýrir þannig öllu steikingarferlinu, auk þess að láta vita þegar því er lokið.
_products/features/icon - AutoRoast

AutoRoast

Hárrétt steikt
AutoRoast-virknin byrjar á því að hita ofninn í 230°C. Maturinn steikist í 30 mínútur og svo lækkar hitinn niður í skilgreint hitastig. Snjöll sameiginleg lausn á tíma og hita, tilvalið fyrir steikingu. Niðurstaðan er stökk að utan en mjúk að innan
meira
nálægt
_products/features/icon - HomeCHEF

HomeCHEF

Eldað með byltingarkenndum snertiskjá
HomeCHEF-notendaviðmótið er besta fáanlega stýrikerfið og byggist á háþróaðri tækni og sannreyndum árangri í nútímahönnun. Gagnvirkur TFT-litaskjár bregst við snertingu og gefur kost á rennistýringu. Þar má líka sýna myndir af réttum og uppskriftum í öllum litum, hraðvirkt og rökrétt uppskriftaval og yfirlit yfir allar stillingar. HomeCHEF er einstök rafeindaeining sem gefur kost á samskiptum á einhverjum 30 forritaðra tungumála til að bæta skynvirkni og notagildi allra forstillinga. HomeCHEF - hátækni í eldhúsinu þínu!
meira
nálægt
_products/features/icon - Quadro Ultra CoolDoor

Quadro Ultra CoolDoor

Hannað til að mega snerta, hvenær sem er og stöðugt
Sérstakur fjórfaldur glerungur einangrar ofninn til að tryggja enn frekar öryggi barna og gæludýra. Hitinn helst inni í ofninum og orkunýting er í hámarki við að hiti kemst ekki út úr ofninum.
_products/features/icon - GentleClose-lokun

GentleClose-lokun

Mjúkleg og hljóðlát
Nýju hurðarlamirnar þurfa ekki nema létta snertingu til að loka dyrunum mjúklega og hljóðlega.
_products/features/icon - DC+ kerfi

DC+ kerfi

Skilvirk hitastjórnun
DynamiCooling-kerfið kælir ytra borð ofnsins á skilvirkan hátt til að hindra tjón af völdum mikils hita. Sé ofninn búinn DynamiCooling+ kerfinu, stýra hitaskynjarar kælingu ytra borðs ofnsins þar til þeir ná 60°C hita. Þetta er einkum hentugt í ofnum búnum hreinsun með pyrolytic þar sem miklum hita er náð.
meira
nálægt
_products/features/icon - TouchFree-húð

TouchFree-húð

Skínandi yfirborð án fingrafara
Allir fletir úr ryðfríu stáli eru húðaðir með sérstakri TouchFree-húð sem kemur í veg fyrir fingraför á yfirborðinu, tryggir að það er alltaf skínandi og auðveldar alla hreingerningu.
_products/features/icon - SilverMatte

SilverMatte

Óhemju þolið og rennislétt yfirborð
Gæði og tegund glerungsins skiptir afar miklu máli fyrir ofninn og hvernig hann virkar. SilverMatte er óhemju þolið og sterkt efni sem stenst gríðarlegan hita, jafnvel hreinsun með hitasundrun við allt að 500°C. Yfirborðið í ofninum og á ofnplötunum verður jafnt og án allra smásærra gropa þannig að það þoli jafnvel ofurhita, örbylgjur og gufu. Innri hlutinn er með þremur lögum af glerungi sem endurspegla hitann og veita viðbótar einangrun. Þess vegna verður ofninn alltaf sótthreinsaður og öruggur.
meira
nálægt
_products/features/icon - PyroClean

PyroClean

Úrvals sjálfhreinsivirkni
Hreinsun með pyrolytic er öflugasta og framsæknasta leiðin til að hreinsa ofn. Hiti allt að 500°C hreinsa ofninn fullkomlega og fjarlægja hverja einustu fituörðu. Þegar ofninn kólnar er nóg að strjúka leifarnar af með rökum klút. Væg hreinsun tekur 90 mínútur, miðlungs kröftug hreinsun 120 mínútur en mjög öflug hreinsun aðeins 150 mínútur, en tímalengd ræður árangri. Ofninn er læstur á meðan hreinsun á sér stað og fyrst á eftir svo fjölskyldunni er óhætt.
meira
nálægt
_products/features/icon - AquaClean

AquaClean

Einföld hreinsun í dagsins önn
Nú er notast við alveg nýja glerjun í öllum vörulínum nýju Gorenje-ofnanna og því hefur AquaCleanhreinsunareiginleikinn verið bættur til muna. AquaClean veitir frábæra aðstoð við að hreinsa ofninn að innan. Þú þarft bara að hella hálfum lítra af vatni í ofnskúffu og kveikja á AquaClean. Eftir einungis hálftíma má sjá greinilegan mun á yfirborðinu og ofnskúffum og -plötum. Óhreinindi og fita mýkjast upp svo auðveldara er að strjúka þau burt.
meira
nálægt