Útblástur eða hringrás lofts
Loft inn eða út úr eldhúsinu
Sogkerfið dregur í sig gufu og matarlykt, festir smáagnir í fitusíunni og blæs lofti út um rás á ytri vegg. Sé þessi lausn ekki möguleg er komið að hringrásarkerfinu. Loftið sogast inn í gufugleypinn, er síað og svo blásið á ný út í eldhúsið.
Hreinsivísar
Ljósmerki um viðhald
Gufugleypirinn er með ljósmerki fyrir fitusíuna í bæði útsogsog hringrásargleypum sem lætur vita hvenær kominn er tími á hreinsun, auk gaumljóss fyrir skipti á kolasíu. Hvor tveggja skiptir miklu til að ná hámarks árangri.
Tímastillir
Alltaf fersk matseld
Hægt er að láta gufugleypinn slökkva sjálfkrafa á sér eftir 5, 10, 15 eða 20 mínútur til þess að tryggja nægilega hreint loft í eldhúsinu.
Tímastillir
Einhver er alltaf á verði
Hægt er að stilla niðurtalninguna á allt að 99 mínútur. Ef þú veist af reynslunni nákvæmlega hvenær ákveðinn réttur er tilbúinn má stilla tímamælinn þannig að hellan slekkur sjálfkrafa á sér að þeim tíma loknum. Hljóðmerki gefur til kynna að rétturinn sé tilbúinn.