IS846BG Spanhellur

Spanhellur IS846BG

Spanhellur Mál (BxHxD): 79.5 × 5.4 × 52 sm PowerBoost
prenta
prenta
deila
Facebook
Twitter
sækja
sækja

Eiginleikar

_products/features/icon - AreaFlex

AreaFlex

Stærra yfirborð til að elda á
Hægt er að tengja saman tvær spanhellur og mynda stórt svæði til að elda á. Þannig næst jöfn eldun þegar soðið er eða steikt í stórum pottum og pönnum.
_products/features/icon - TimeAssist

TimeAssist

Hefur stjórn á eldamennskunni
Þetta auðveldar þér að fylgjast með því hve langur eldunartími er kominn. Það þarf ekki lengur að fylgjast nákvæmlega með klukkunni og reyna að muna klukkan hvað maður byrjaði að elda. Nú er hægt að sjá tímann nákvæmlega á helluborðinu.
_products/features/icon - Afvirkja virkni

Afvirkja virkni

Slökkt á stillingum með því að þrýsta einu sinni
Þessi virkni kemur sér sérstaklega vel þegar verið er að elda marga rétti samtímis. Þegar þú þarft að slökkva á öðru hvoru hitasvæðinu, eða AreaFlex með IqGrill og tímastilli er nóg að þrýsta á X og það er komið. Nú þarf ekki lengur að þrýsta ótal sinnum á hnappa.

Rauf

Einstaklega leiðbeinandi stýring
Groove er sérstök og einstök rauf sem leiðir hreyfingar fingursins og stýrir þeim á eðlilegan hátt þegar sleðarofanum er rennt. Þetta er falleg viðbót við helluna og skilar glæsilega hannaðri hellu sem er auðveld, fljótleg og þægileg í notkun.

PowerBoost

Alvöru hraðsuða
PowerBoost-virknin eykur hitann að mun svo upphitun tekur umtalsvert skemmri tíma.

IQprogrammes

Snjöll og sveigjanleg
IQcook-kerfið má nota á öllum hitasvæðunum og þú velur mismunandi eldunarkerfi með hárréttum tíma- og hitastillingum. Héðan í frá verður ekkert mál að sjóða, hægelda, grilla, hita, bræða eða afþíða.

IQboil

Ekki einn dropi fer af pönnunni
Rétti kosturinn fyrir rétti með miklu vatni, svo sem súpur og pasta. IQboil kemur upp suðunni í pottinum og viðheldur svo réttum suðuhita.

IQgrill

Vel grilluð steik
IQgrill auðveldar alla grillun, jafnvel með lítilli sem engri olíu. Í boði eru fjögur eldunarstig og komið er í veg fyrir að maturinn brenni. Þannig verður einfalt að grilla bragðbetri og hollari mat en nokkru sinni fyrr.

IQsimmer

Auðveldar langtíma matargerð
IQsimmer gefur kost á einfaldri leið til að elda rétti sem kalla á lengri eldunartíma með hægri upphitun eða að elda á jöfnum lágum hita. Rétt leiðin til að elda rétti eins og gúllas.

StopGo

Taktu þér hlé hvenær sem er
StopGo-virknin stöðvar eldunina og heldur svo áfram með sömu stillingum þegar hún er endurvakin.

SoftMelt

Einn, tveir, súkkulaði
SoftMelt-virknin bræðir súkkulaði eða smjör varlega við nákvæmlega 42°C hita sem er rétta hitastigið fyrir bráðnun án þess að brenna. Þessa virkni má einnig nota til að afþíða varlega.

StayWarm

Maturinn helst hárrétt hitaður fyrir þá sem seinir eru að borðinu
StayWarm-virknin heldur matnum nákvæmlega 70°C heitum þar til hann er á borð borinn. Maturinn heldur upprunalegu bragði sínu og hita þar til hann er fram borinn.

Tímastillir

Einhver er alltaf á verði
Hægt er að stilla niðurtalninguna á allt að 99 mínútur. Ef þú veist af reynslunni hvenær ákveðinn réttur er tilbúinn má stilla tímamælinn þannig að hellan slekkur sjálfkrafa á sér. Hljóðmerki gefur til kynna að rétturinn sé tilbúinn.

Afturköllun

Stillingar ræstar á ný
Þessi virkni kemur vel að notum þegar óvart er slökkt á hellunni. Þú færð 5 sekúndur til að kalla síðustu stillinguna fram á ný en það er einkum gagnlegt þegar verið er að elda fleiri en einn rétt. Ef þú slekkur óvart á hellunni geturðu kveikt á henni á ný innan 5 sekúndna og þrýst á StopGo-virknina innan næstu 5 sekúndna.
meira
nálægt

EggTimer

Tímastillir gefur merki
Hún kemur að góðum notum við að sjóða egg, núðlur og fleira. Virknin tengist ekki hitasvæðunum heldur er sjálfstæð. Stilltu tímann og þegar hann er búinn, heyrist viðvörunarhljóð. Nú er ekki lengur pastað ofsoðið og eggin harðsoðin.

Persónubundið

Matreitt að þínum smekk
Það er líka hægt að velja ákveðnar persónubundnar stillingar. Þú getur stillt lengd og styrk hljóðmerkisins. Þú getur því stillt eldhúsið í samræmi við þinn eigin matargerðarstíl, hvort sem hann er hávær og fyrirferðarmikill eða lágvær og friðsamlegur.

ChildLock Pro barnalæsing

Öryggið er alltaf í fyrirrúmi
ChildLock Pro barnalæsingin er sérstaklega ætluð smábarnafjölskyldum. Nú er loksins óhætt að skilja börnin eftir ein í eldhúsinu án þess að óttast að þau kveiki óvart á hellunni. Á þróaðri útgáfum er hægt að breyta þessari stillingu þannig að hellurofinn læsist sjálfkrafa í hvert sinn sem slökkt er á hellunni. Svo er líka hægt að læsa henni með því að þrýsta á táknið.
meira
nálægt
Fleiri aðgerðirMinni aðgerðir

Tæknilegar upplýsingar

SliderTouch

IQboil, cooking with a large amount of water

IQgrill, grilling mode (Doneness level sitting)

Timastilling

StopGo

StayWarm

SoftMelt

PowerBoost

4 induction heating zones
Fremri vinstri: Ø 21×19 sm, 2.1/3 kw,
Fremri hægri: Ø 21×19 sm, 2.1/3 kw,
Aftan vinstri: Ø 21×19 sm, 2.1/3 kw,
Aftan hægri: Ø 21×19 sm, 2.1/3 kw

Viðvörunarljós um heitar hellur

Mál (BxHxD): 79.5 × 5.4 × 52 sm

Mál umbúða (BxHxD): 88 × 14 × 59 sm

Kimamál (BxHxD) (lágmark-hámark): 75-75.2 × 7 × 49 sm

Nettóþyngd: 10 kg

Brúttóþyngd: 14.2 kg

Orkunotkun í biðstöðu: 0.5 w

Afl: 7,360 w

Vörunúmer: 731923

EAN nr.: 3838782153112

Fylgiskjöl

Skyldar vörur