Hvort sem þú ert að undirbúa máltíð fyrir þig eða alla fjölskylduna, þá færa OmniFlex spanhelluborðin þér straumlínulagaða upplifun við matreiðsluna í hvert sinn. Fjöldi fínstilltra eiginleika sem einfalda samskipti þín við helluborðið gera eldamennskuna einfaldari og þægilegri en nokkurntíman áður.
Snjallar leiðir til að skella minnistæðum máltíðum á borðið.
Nákvæm frammistaða sem gerir þér kleift að henda fram klassískum réttum
Sveigjanleiki við eldamennskuna til að lífga upp á hvaða máltíð sem er.
Hækka hitann!
AreaFlex
Tengdu mörg eldurnarsvæði til að rúma potta og pönnur af öllum stærðum og gerðum.
AutoDetect
Skynjar áhaldið á helluborðinu og stillir sjálfkrafa stærð hitaflatar.
StepZone
Settu pottana til hliðar án þess að hafa áhyggjur af því að maturinn kólni á meðan þú eldar.
IQ
Nákvæmar tíma og hitastillingar í hvert sinn tryggja áreynslulausa matreiðslu.
Skoða fleiri eiginleika.
smella til að
víkka
smella til að
draga saman
Afvirkja virkni
Slökkt á stillingum með því að þrýsta einu sinni
Þessi virkni kemur sér sérstaklega vel þegar verið er að elda marga rétti samtímis. Þegar þú þarft að slökkva á öðru hvoru hitasvæðinu, eða AreaFlex með IqGrill og tímastilli er nóg að þrýsta á X og það er komið. Nú þarf ekki lengur að þrýsta ótal sinnum á hnappa.
BridgeZone
Þægileg lausn fyrir stóra pottinn
Spanhellan sem hefur tvö tengd svæði sem gerir matreiðslu í stórum pottum leikandi létta. Fullkomin fyrir fisk með hrísgrjónum og grænmeti.
ChildLock Pro barnalæsing
Öryggið er alltaf í fyrirrúmi
ChildLock Pro barnalæsingin er sérstaklega ætluð smábarnafjölskyldum. Nú er loksins óhætt að skilja börnin eftir ein í eldhúsinu án þess að óttast að þau kveiki óvart á hellunni. Á þróaðri útgáfum er hægt að breyta þessari stillingu þannig að hellurofinn læsist sjálfkrafa í hvert sinn sem slökkt er á hellunni. Svo er líka hægt að læsa henni með því að þrýsta á táknið.
Rauf
Einstaklega leiðbeinandi stýring
Groove er sérstök og einstök rauf sem leiðir hreyfingar fingursins og stýrir þeim á eðlilegan hátt þegar sleðarofanum er rennt. Þetta er falleg viðbót við helluna og skilar glæsilega hannaðri hellu sem er auðveld, fljótleg og þægileg í notkun.
Afturköllun
Stillingar ræstar á ný
Þessi virkni kemur vel að notum þegar óvart er slökkt á hellunni. Þú færð 5 sekúndur til að kalla síðustu stillinguna fram á ný en það er einkum gagnlegt þegar verið er að elda fleiri en einn rétt. Ef þú slekkur óvart á hellunni geturðu kveikt á henni á ný innan 5 sekúndna og þrýst á StopGo-virknina innan næstu 5 sekúndna.