Keramíkglerjuð helluborð í Gorenje Classico Collection-línunni bjóða upp á fallega hönnun og frábæra eiginleika. Klassískir stjórntakkar og sérlöguð brún til verndar gegn leka minna á tímalausa hönnun fyrri tíma. Hraðsuðustilling styttir eldunartíma og veitir þér meiri möguleika við eldamennskuna. Auk þriggja hraðsuðuhellna er hella með tvöföldu, hringlaga yfirborði sem hægt er laga að mismunandi pottastærð. Slétt yfirborðið gerir matseldina skemmtilegri og auðveldar þrif. Þetta helluborð kyndir undir ímyndunaraflinu.
Glerjað keramikhelluborð með ljóma frá liðinni tíð
Á glerjuðu keramikhelluborðinu eru fjórar hellur, þar af ein tvöföld, hringlaga eldunarhella sem lagar sig að pottum og pönnum í ýmsum stærðum. Á hverju eldunarsvæðanna er gaumljós sem logar á meðan svæðið er heitt. Það er auðvelt að þrífa slétt yfirborð helluborðsins og brúnirnar eru upphækkaðar til að hindra leka.
Demantslaga hönnun
Sérstök, demantslöguð hönnun gerir þér kleift að fylgjast betur með framvindunni við eldunina. Hún gerir þér kleift að koma stærri pottum, pönnum og wok-pönnum fyrir á stærri og kraftmeiri hellunum á sitt hvorum endanum. Hönnun steypujárnsgrindarinnar fellur afskaplega vel að helluborðinu og fullkomnar útlit þess.
Wok-gasbrennari
Háþróaður gasbrennari með þremur eldhringjum hitar pönnuna mjög hratt og sparar þannig orku og styttir eldunartímann niður í fáeinar mínútur. Valkvætt steypujárn fyrir wok-pönnur gerir matseldina svo þægilegri, skilvirkari og öruggari.