Gorenje Classico Collection

Ástríða í eldhúsinu

Eldhúsið, þessi helgistaður kærleika og lífsgleði, er rýmið þar sem við eignumst margar af bragðbestu og dýrmætustu minningum okkar. Í sögu mannkynsins hefur eldhúsið ævinlega verið sá staður þar sem mikilvægustu viðburðirnir eiga sér stað. Himnesk angan af kryddi kallar fram í hugann eldhússögur fortíðarinnar og veitir innblástur að nýjum sögum. Vönduð matreiðsla gerir lífið allt bragðmeira og betra. Gorenje Classico Collection línan, sem er fáanleg í fílabeinshvítu og svörtu með mattri áferð, hefur þá hugmyndafræði að leiðarljósi.
Ofnarnir í Gorenje Classico Collection línunni einkennast af kraftmikilli og vandaðri hönnun með vísun í fortíðina. Mjúkar, flæðandi línur tengja hindrunarlaust saman ofnhurð og ytra byrði og yfirborð og lögun hurðarinnar kalla fram í hugann minningar um gömlu ofnana með bogadyrunum. Lýtalaust útlit ofnsins er fullkomnað með sígildum hnúðum, upphleyptu handfangi með veðraðri gyllingu og rafmagnsklukku með tímastilli í tímalausri hönnun fyrri tíðar.

HomeMADE™ tækni fyrir frábæran bakstur

Framsækin innri hönnun með PerfectGrill hitarauppsetningu sækir fyrirmynd sína til hefðbundinna viðarkyntra ofna. Jöfn hringrás heits lofts dreifir hitanum jafnt og tryggir þannig góðan bakstur. Armar sem eru að fullu útdraganlegir auðvelda þér að koma bökunarplötu fyrir og fylgjast með bakstrinum.

Ofnhurð sem helst köld

Ofnhurðin er með tvöföldum glerungi og rúðufleti sem heldur inni hita. Því helst ytri hlið hurðarinnar ávallt köld. Þessi örugga og orkunýtna ofnhurð gerir það að verkum að ofninn er í A–20% orkuflokki. Engar skorir eða brúnir eru á innri hlið ofnhurðarinnar sem auðveldar þrif hennar.
Gott úrval hágæða helluborða þar sem saman fara framúrskarandi eiginleikar og falleg hönnun gerir þér kleift að velja það helluborð sem fellur að hönnun eldhússins þíns og uppfyllir allar þær kröfur sem þú kannt að gera. Meðal annars bjóðum við upp á gashelluborð með grindum úr steypujárni og fallegum fílabeinslituðum eða svörtum tökkum með mattri áferð. Demantslaga uppsetning borðsins gerir notkun þess þægilegri og einfaldari. Tryggt er að helluborðið sem þú velur passi fullkomlega við önnur tæki í Gorenje Classico Collection-línunni.

Hnúðar frá fyrri tíð láta vel að stjórn

Á bak við veðraða gyllingu hnúðanna, sem kalla fram í hugann keramikofna fortíðarinnar, leynist hátækni samtímans sem tryggir þér fulla stjórn og er sérlega þægileg í notkun. Hnúðarnir eru hannaðir með þægilegt grip í huga.

Grind úr steypujárni

Falleg grind úr steypujárni bætir stöðugleikann þegar eldað er á gashelluborðinu. Grindin er einstaklega endingargóð og þolir vel mikinn hita.
Keramíkglerjuð helluborð í Gorenje Classico Collection-línunni bjóða upp á fallega hönnun og frábæra eiginleika. Klassískir stjórntakkar og sérlöguð brún til verndar gegn leka minna á tímalausa hönnun fyrri tíma. Hraðsuðustilling styttir eldunartíma og veitir þér meiri möguleika við eldamennskuna. Auk þriggja hraðsuðuhellna er hella með tvöföldu, hringlaga yfirborði sem hægt er laga að mismunandi pottastærð. Slétt yfirborðið gerir matseldina skemmtilegri og auðveldar þrif. Þetta helluborð kyndir undir ímyndunaraflinu.

Glerjað keramikhelluborð með ljóma frá liðinni tíð

Á glerjuðu keramikhelluborðinu eru fjórar hellur, þar af ein tvöföld, hringlaga eldunarhella sem lagar sig að pottum og pönnum í ýmsum stærðum. Á hverju eldunarsvæðanna er gaumljós sem logar á meðan svæðið er heitt. Það er auðvelt að þrífa slétt yfirborð helluborðsins og brúnirnar eru upphækkaðar til að hindra leka.

Demantslaga hönnun

Sérstök, demantslöguð hönnun gerir þér kleift að fylgjast betur með framvindunni við eldunina. Hún gerir þér kleift að koma stærri pottum, pönnum og wok-pönnum fyrir á stærri og kraftmeiri hellunum á sitt hvorum endanum. Hönnun steypujárnsgrindarinnar fellur afskaplega vel að helluborðinu og fullkomnar útlit þess.

Wok-gasbrennari

Háþróaður gasbrennari með þremur eldhringjum hitar pönnuna mjög hratt og sparar þannig orku og styttir eldunartímann niður í fáeinar mínútur. Valkvætt steypujárn fyrir wok-pönnur gerir matseldina svo þægilegri, skilvirkari og öruggari.
Veldu á milli fallega hannaðra gas- og rafmagnseldavéla með hraðsuðu. Framúrskarandi hönnun, mismunandi hellur auk hinnar framsæknu HomeMADE™-ofnatækni tryggja frábæran árangur í hvert skipti. Hægt er að fá ofninn bæði sem rafmagns- og gasofn. Snjöll hönnun takka, rafrænn tímastillir með klukkuskífu og sérhannað handfang með góðu gripi tryggja auðvelda meðhöndlun.
Stílhreint útlit Gorenje Classico Collection-háfsins setur svo punktinn yfir i-ið. Mjúkar línur og gyllt áferð tryggja að hönnun háfsins sé í stíl við önnur tæki í línunni. Háfurinn er í senn kraftmikill og hljóðlátur. Sífellt fleiri kjósa að sameina eldhús og stofu og sú þróun kallar á ný viðmið um afköst háfa. Lágmarksafköst Gorenje Classico-háfsins eru 750 m3/klst. sem tryggir að hann eyðir lykt, raka og fituleyfum í allt að 35 fermetra rými. Háfurinn er einstaklega fallegur og hann er hannaður til að endast.

Hnúðar og handfang með gyllingu

Háfurinn, fallega fílabeinslitaður eða svartur með mattri áferð, er með gylltu handfangi sem setur punktinn yfir i-ið. Með hnúðunum má stjórna háfnum og eiginleikum hans upp á gamla mátann. Handfangið gleður augað og fellur fullkomlega að heildarútliti línunnar, undirstrikar stíleinkenni háfsins og hæfir vel sígildu yfirbragði hans.

Einföld hreinsun fitusía í uppþvottavél

Auðvelt er að fjarlægja og hreinsa fitusíur úr málmi í Gorenje-háfum. Hægt er að þvo þær í höndunum eða í uppþvottavél á lágri stillingu.

Gallery