Gorenje Ora ïto Black

Margslunginn einfaldleiki

Þegar allur óþarfi hefur verið fjarlægður er einföld og falleg hönnun það sem eftir stendur.

Einföld hönnun er oftast sú framsæknasta. Einfaldar og fallegar línur eru það sem koma skal. Við hræðumst það ekki að taka þátt í að skapa framtíðina. Vörur okkar eru fyrir nútímafólk - fyrir framtíðina. Formið er fágað, stílhreint og einfalt. Ný og framúrstefnuleg lína heimilistækja hefur litið dagsins ljóss. Stílhreinir ofnar, helluborð, háfar, kæliskápar með frysti og klæðningar fyrir örbylgjuofna og uppþvottavélar. Í svörtu og silfurlituðu. Engu er ofaukið. Það er allt og sumt.

Gorenje Ora ïto Collection - klassísk hönnun fyrir framtíðina

Í vörunum frá Gorenje, einum fremsta framleiðenda heimilistækja í Evrópu í dag, fara saman nýjasta tækni, einkennandi útlit og framúrskarandi gæði. Með nýstárlegum, tæknilega fullkomnum, stílhreinum og umhverfisvænum vörum stefnir Gorenje að því að verða framleiðandi framsæknustu heimilistækja í heiminum.

Gorenje og franski hönnuðurinn, OraÏto, tóku höndum saman og bjuggu til framúrskarandi heimilistækjalínu á sanngjörnu verði fyrir nútímafólk.

Þessi samvinna skilaði sér í stílhreinum og tæknilega fullkomnum heimilistækjum - Gorenje Ora ïto Collection - klassísk hönnun fyrir framtíðina.

Ora ïto: Enfant Terrible of Design

Gorenje og franski hönnuðurinn, Ora ïto, tóku höndum saman og bjuggu til framúrskarandi heimilistækjalínu á sanngjörnu verði fyrir nútímafólk. Ora ïto er heimsþekktur fyrir kjarkmiklar hugmyndir, framúrstefnulegar og ögrandi. Þessi samvinna skilaði sér í stílhreinum og
tæknilega fullkomnum heimilistækjum - Gorenje Ora ïto línunni. Fáanleg í svörtu og hvítu.

Gallery