Funky
Chic
Romantic

Gorenje Retro Collection

Vintage-hönnun þar sem þú getur valið úr fjölda lita gerir þennan kæliskáp að sannkallaðri heimilisprýði. Þetta er fallegur hönnunargripur sem fer vel hvar sem þér hentar að koma honum fyrir. Hann færi vel í rómantíska eldhúsinu þínu. Eða í nýtískulega borgarhreiðrinu þínu. Eða jafnvel uppi í flippuðu þakíbúðinni þinni. Allir kæliskáparnir í Retro-línunni eru glæsilegir í útliti, hámarka rýmisnýtingu og eru búnir öllum þeim eiginleikum sem nútíminn krefst af kæli- og frystitækjum. Hvaða lit sem þú velur máttu treysta því að þessi sígilda samtímahönnun vekur aðdáun hvar sem hún er staðsett.

Og þú velur þér þann kæliskáp sem hentar þér best, í einhverjum hinna fjölmörgu lita úr rómantísku, nýtískulegu eða flippuðu línunni.

Nýtískulega
útgáfan af þér
Bordeaux
Sort
Olive

Þú hefur skýra sýn á lífið. Þú veist hvað þú vilt, og þú veist líka hvað þú vilt ekki. Þú gerir miklar kröfur til þín og þíns nánasta umhverfis. Þú vilt hafa hlutina fullkomna. Þú vilt glæsileika. Fágaðar og einfaldar línur þar sem engu er ofaukið.

Þú elskar mínímalisma. Fyrir þér felst fegurðin í nostri við smáatriðin. Þegar allt er á réttum stað. Þegar þú getur dáðst að því sem fyrir augu ber.

Rómantíska
útgáfan af þér
Champagne

Þú vilt safna til þín brotum úr fortíðinni. Hver hlutur hefur sína sögu sem þú vilt kynnast og eignast hlutdeild í. Þú ert aldrei einmana. Þú heillast af nýjum hlutum með sígildu yfirbragði. Rómantíkin heillar þig. Þú velur af vandfýsni. Aðeins það besta er nógu gott.

Þú elskar þægindi. Þú gerir vel við þig og nýtur þess. Þú kannt að dekra við þig. Þú lifir lífinu eins og hefðardama. Eins og séntilmaður.

Flippaða
útgáfan af þér
Baby Blue
Fire Red

Þegar þú horfir til himins staðnæmast augun ekki við loftið. Ímyndunaraflið er ótrúlegt afl. Þegar þú sleppir því lausu verður heimilið að ævintýralegum leikvelli. Þannig getur þú sannarlega notið sjálfstæðis þíns. Þú lætur ekkert hindra þig. Allt sem þú átt og notar er hluti af þér.

Þú elskar frelsið. Spennuna sem fylgir því að prófa eitthvað nýtt. Þú ferðast heimshornanna á milli því þú þráir að læra og upplifa meira. Fyrir þér er lífið ferðalag. Þig dreymir í skærum litum.

Veldu Retró-kæliskápinn þinn

1. Veldu einn valkostanna
i
2. Veldu gerð
3. Veldu lit
Black

Flottur að utan, snjall að innan

A+++
A+++
Meira
AdaptTech
AdaptTech
Meira
IonAir með DynamiCooling
IonAir með DynamiCooling
Meira
FrostLess
FrostLess
Meira
FreshZone-skúffa
FreshZone-skúffa
Meira
Simple slide hillur
Simple slide hillur
Meira
LED lýsing
LED lýsing
Meira
FastFreeze-valkostur
FastFreeze-valkostur
Meira
A+++
A+++
Allir Gorenje ísskápar eru með mjög góða orkunýtingu. Afbragðs góð einangrun betri hurðaþétting,fyrsta flokks kælikerfi og rafstýrikerfi, miða að lágmarks orkunýtingu. Kæliskápur í orkuflokki A+++, notar 60% minni orku en skápur í orkuflokki A.
AdaptTech
AdaptTech
Snjallkerfið er sérhannað til að viðhalda kjörhitastigi í kæliskápnum, óháð því hversu oft hann er opnaður. Þegar hurðin er opnuð hækkar hitastigið skyndilega og maturinn verður fyrir varmatapi sem veldur því að hann skemmist fyrr. Kæliskápurinn mælir og greinir notkunina stöðugt. Hann getur því spáð fyrir um hvenær þú opnar hurðina og lækkað hitastigið um 1 til 2 °C rétt áður en hann er opnaður, til að tryggja jafnt hitastig og sjá til þess að maturinn haldist ferskur og næringarríkur.
IonAir með DynamiCooling
IonAir með DynamiCooling
Háþróað loftdreifikerfi dreifir jónuðu lofti jafnt um allan kæliskápinn.Loft með neikvæðum jónum líkist fersku útilofti og heldur matvælum ferskum mun lengur. Þar að auki er hægt að geyma allar tegundir matvæla hvar sem er í skápnum, því að sama hitastig er í öllum hillum í kælskápnum.
FrostLess
FrostLess
Betri einangrun dregur verulega úr hrímmyndun á matvælum og klakamyndun í frystinum.Þetta þýðir færri afþíðingar og lægri rafmagnsreikning.
FreshZone-skúffa
FreshZone-skúffa
Skúffan sem er með lægsta hitastiginu hentar best fyrir geymslu á kjöti, fiski, ávöxtum og grænmeti. Þannig heldur ferskleiki, angan, litur og bragð matvælanna sér mun lengur en ella.
Simple slide hillur
Simple slide hillur
Stillanlegar hillur í hurð sem auðvelt er að færa upp og niður eftir stærð á flöskum og dósum.
LED lýsing
LED lýsing
Orkusparandi LED lýsing með allt að 30 sinnum lengri endingu en hefðbundin lýsing.
FastFreeze-valkostur
FastFreeze-valkostur
Eiginleiki til að hraða frystingu, tilvalinn eftir stóra verslunarferð. Hentar sérlega vel til að frysta mat í miklu magni. Eftir að kveikt er á eiginleikanum er hann virkur í 50 klukkustundir og heldur á meðan hitastiginu við -24 °C.
A+++
AdaptTech
IonAir með DynamiCooling
FrostLess
FreshZone-skúffa
Simple slide hillur
LED lýsing
FastFreeze-valkostur

Sæktu uppáhalds veggfóðrið þitt