Gorenje Simplicity Collection

Líf mitt er einfalt. Ég hanna og haga lífi mínu eins og mér hentar og reyni að aðlaga það áhugamálum mínum og tækifærum. Ég vel tæki sem henta mínum lífstíl og það var auðvelt að taka ákvörðun að velja Gorenje Simplicity Collection í bæði svörtu og hvítu á mitt heimili. Þessi lína hentar mér fullkomlega og hefur náð að aðlagast mínu umhverfi. Þetta kalla ég einfaldleika. 

Fallegt. Auðvelt. Viðráðanlegt.

Rökrétt val

Í línunni af Gorenje Simplicity Collection, er yfirleitt notast við þægilegar og einfaldar stillingar og allt í einni aðgerð.

AdaptTech

Háþróuð tækni sem leggur á minnið uppáhálds aðgerðir og mælir með í næstu notkun. Þannig að það eina sem er eftir er að ýta á einn hnapp til að halda áfram.

Fáguð hönnun

Hreinar línur,  upprunaleg og vistleg framleiðsla sem ná að aðlagast hvaða heimili sem er.

Fullkomin gildi

Samhliða góðu verði, bjóða tækin strax uppá aukin sparnað.Háþróuð tæknin gerir þér kleift að borga aðeins fyrir það sem þú nauðsynlega þarft á að halda, tækið sér um að viðhalda sparnaðinum um ókomna tíð.

ÁRÆÐANLEG. ENDURNÝJANLEG. EINFÖLD.

Innbyggður ofn með AdaptTech bökunartækni sem gerir þér kleift að stilla á mest notaðar stillingar í minni, þannig að næst þegar þú ætlar að baka þá man ofnin hvað þú þarft að nota. Framúrskarandi hönnun sem passar Gorenje Simplicity Collection línuni vel bæði í svörtu og hvítu. It´s so me!

AdaptTech bökunartækni

Enging þörf fyrir að endurtaka þínar uppháhalds stillingar

Ofninn setur í minni hitastig fyrir valin prógröm og stingur upp á nýjustu, eða mest völdu stillingu næst þegar þú notar hann.

Prógram "í minni"

Áræðanleg aðferð til að varðveita aðgerðir

Fyrirfram ákveðið prógram varðveitist allt það tímabil sem óskað er eftir og jafnvel lengur.

GentleClose

Sérstaklega þægilegt þegar ofnhurð er lokað.

Hurðin mun lokast ljúflega og hljóðlega, óháð afli sem notað er við lokun.

Rafeindastýrð klukka með snertiskjá

Einfalt og skýrt stjórnborð

Klukkan gerir þér kleift að stilla eldunartímann og velja rétt hitastig. Auðvelt er að fylgjast með aðgerðum á skjánum. Yfirborðið klukkunnar er slétt og auðvelt að þrífa.

SJÁLFVIRKT. EINFALT. ÖRUGGT.

Með SimpleOff takkanum þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að gleyma gasinu á. Gas brennararnir eru með nýja forritanlega klukku sem slekkur á brennurunum á fyrirframákveðnum tíma. Ásamt öðrum tækjum úr Gorenje Simplicity línunni, gerir þetta eldamennskuna auðveldari. It´s so me!

Gas eldavél með SimpleOff forritanlegri klukku

Örugg, einföld og skýr stjórnun á eldamennskunni

Takki með innbyggðum tímastilli gerir þér kleyft að stilla tímann (í allt að 99 mín). Þegar völdum tíma líkur, slökknar sjálfkrafa á brennurunum, einnig er látið vita af því með viðvörunarhljóði.

Einföld stjórntæki með SmartControl

Hreinleiki og full stjórn við eldamennskuna

Eldunartíma er hægt að stilla sérstaklega fyrir hverja hellu. Þegar settum tíma líkur, mun slokkna á hellunni og þér verður gert viðvart með hljóðmerki.

Pott-járns grindur

Meiri stöðugleiki og endingartími

Pottjárnsgrindurnar auka stöðuleika og gera gashelluborðið glæsilegra. Þær eru sérstaklega endingagóðar og þola mjög mikinn hita.

SuperPower span helluborð

Hröð og fljótvirk eldun og einföld þrif

Span helluborð virka sérstaklega hratt og á skilvirkan hátt við að elda hollan og ljúffengan mat. SuperBoost virknin er fyrir mjög hraða og skilvirka eldamennsku sem leiðir af sér bæði sparnað á tíma og rafmagni.

HVÍTT. SVART. SMART.

Fyrsti kæliskápurinn sem býr yfir AdaptTech kerfi sem gerir honum kleift að telja og greina hvenar hann er opnaður oftast og auka kælingu í samræmi við það. Maturinn geymist lengur, og ég nýt tækisins míns, hvort heldur sem það er svart eða hvítt Gorenje Simplicty Collection, enn betur. It´s so me!

IonAir

Lengir líftíma matarins um allt að 10 daga

IonAir sýklavarnatæknin eyðir allt af 95% sýkla og bacteríum. IonAir lágmarkar einnig óþægilega lykt sem gerir kæliskápinn þinn ávallt ferskan.

FrostLess

FrostLess tækni dregur verulega úr hrímmyndun á matvælum og klakasöfnun innan á frystihólfi eða um 50% samanborið við hefðbundna frysta. Það leiðir til minni orkunotkunar og fleiri tómstunda vegna þess að sjaldnar þarf að afþíða og afþíðing tekur styttri tíma í hvert sinn.

FERSKT. BJART. SVALT.

Gleymir þú að kveikja á háfnum? Nú skiptir það ekki máli þar sem AdaptTech gerir það að verkum að háfurinn skynjar þegar loftið er ekki lengur hreint og vinnur í samræmi við það. Halogen ljósin gera eldamennskuna síðan auðveldari um leið og stál og gler gera eldhúsið mitt fullkomið fyrir tækin úr Gorenje Simplicty línunni. It´s so me!

Hagnýt hönnun

Auk þess að vinna vel gefa háfarnir frá sér mikilvægar lýsingu á meðan á notkuninni stendur. Falleg hönnun er mikilvægur þáttur en háfarnir eru gerðir úr gæða efni eins og stáli í bland við gler.

Halógen lýsing

Frábær lýsing við eldamennskuna

Einstakur ljósgjafi við eldamennskuna. Halogen ljós eru bæði öflugri og hagkvæmari kostur en glóperur.

Filterar sem er auðvelt að þrífa

Auðvelt viðhald og lengir líftími

Málmsíurnar í háfunum eru hannaðar til að fjarlægja fitu. Þær er auðvelt að taka niður og þrífa. Þú getur þvegið þær í höndunum eða í uppþvottavél á "viðkvæmu" prógrammi.

ÞÆGILEGT. EINFALT. HRATT.

Fá heimilistæki munu sýna alla sína eiginleika eins fljótt og Simplicity örbylgjuofninn. Aðeins nokkrar mínútur tekur að láta óskir mínar rætast. Í viðbót við mikið rúmmál ofnsins þá er hann líka með völdum prógrömmum fyrir ýmsar gerðir af mat og matreiðsluaðferðir. Fæst bæði í hvítu og svörtu.

Skýr og einföld stjórntæki

Örbylgjuofnarnir eru með einfalda rafræna stýringu svo það er auðvelt að stilla nákvæmlega tíma og hita. Allar stillingar eru skírar og einfaldar með aðgengilegum stjórntökkum.

Örbylgjurnar ganga til liðs við grillið

Fyrir frábæra grillun og árangursríka hitun

Gorenje örbylgjuofninn er mjög stór eða 23 lítrar. Hann sameinar kosti örbylgju og grills í eldhúsinu. Blönduð notkun af grilli og örbylgjum gerir þér mögulegt að grilla minni stykki af kjöti og t.d. baka pizzu mun hraðar.

Forstillt prógrömm

Tafarlaust og rökrétt val án óþarfa vesens

Ofna prógrömmin eru valin með einum hnappi. Hvert þeirra 9 forstilltu prógramma (pizza, fiskur, grænmeti, bræða súkkulaði ofl.) er með sjálfvirkt forstillt hita- tíma- og tímalengdar-val. En þú getur aðlagað þau að þínum þörfum ef þess þarf. Að auki þá er val um að seinka aðgerðum og einnig létthreinsi prógram sem notar eingöngu vatn.

HAGSÝNN. AÐLÖGUNARHÆFUR. FULLKOMINN.

Snúningshraði og vatnsmagn eru mitt val í hverju prógrammi. Þegar ég hef valið, mun AdaptTech þvottatæknin setja það í minnið. Næst þegar ég þvæ þarf ég ekki að velja aftur. Ég hef valið A+++ og fegurð nýju línunnar af Gorenje Simplicity appliance - í svörtu eða hvítu. It´s so me!

AdaptTech þvottur

Engin þörf að endurtaka þínar stillingar

Þvottavélinn mun setja í minnið þær stillingar á þeytivindu sem þú velur í hverju prógrammi. Hún mun einnig muna ef þú velur aukið vatnsmagn eða forþvott á tiltekin prógröm. Þvottavélin mun stinga upp á algengustu stillingunni næst þegar þú velur prógrammið.

SensorlQ skynjara tækni

Ákjósanlegur árangur, með umtalsverðum sparnaði í orku, vatni og tíma

Fjölmargir skynjarar fylgjst með þvottaferlinu. Byggt á mæligögnum er síðan skolvatnið stillt af í samræmi við valið prógram og tegund og þyngd þvotts.

Forritun í byrjun þvotts

Þvegið á réttum tíma

Allar þvottavélar búa yfir þeim möguleika að seikna gangsetningu vélarinnar allt upp í 24 tíma. Þetta gerir þér mögulegt að nota vélina á nóttunni þegar rafmagnið er ódýrara (gildir ekki á Íslandi).

Frabær orku nýting

Margar nýjar lausnir, eins og frábær reikniforrit, OptiDrum tromlan og QuickWet árangursríku "lagt í bleyti" kerfin ásamt SensorlQ tækninni skila frábærum þvotti og orkunýtingu. Gorenje Simplicity tækin búa yfir A+++ eða A-30% einkunn, sem þýðir að þau nota 30% minni orku en tæki sem eru í A orkuflokki.

ÞURR. LJÚFUR. FERSKUR.

Ég gæti viljað minn þvott ExtraDry, viðkvæmt þurrkað við lágan hita, eða bara aðeins frískaðan upp. Gorenje Simplicity þurrkarinn setur í minnð þær stillingar sem ég vel svo ég þurfi ekki að endurtaka næst þegar ég þurrka. Svo passar hann einnig fullkomlega með Gorenje Simplicity vörunum. Fæst í svörtu og hvítu. It´s so me!

AdaptTech þurrkun

Engin þörf að endurtaka þínar stillingar

Þurrkarinn mun setja í minnið ef þú notar ExtraDry stillinguna, lægri hita, ferskleika stillinguna eða krumpuvörnina í tilteknum prógrömmum. Síðasta stilling mun vera sú sem hann stingur upp á næst þegar þú notar tiltekið prógram.

Þéttiþurrkari með hitapumpu

Sérstaklega orkusparandi þurrkun A++

Þetta er eina heimilistækið sem nota bæði kælinguna og hitunina frá varmadælunni. Full notkun leiðir til 50% lækkuna á orkunotkun miðað við A flokk.

TwinAir

Fyrir jafnari þurrkun á þvotti

Þéttiþurrkarar með varmadælu státa af einstakri loftblásturstækni sem hleypir loftinu inn í tromluna í gegn um tvo ventla á meðan tromlan snýst í báðar áttir.

Forritun í byrjun þurrkunar

Þurrt á réttum tíma

Hægt er að seinka upphafi um allt að 24 tíma. Þá verða fötin þurrkuð miðað við áður valið prógram og rakastig og tilbúin til að ver sett í skápa eða fyrir straujun þegar þér hentar.

Gallery