DynamiCooling
Jafnt hitastig í kæliskápnum
Betri loftræstieiginleikar vinna í samræmi við kraftmiklar kælingaraðferðir til að viðhalda jöfnu hitastigi í öllum kæliskápnum. Virkni DynamiCooling leggur sitt af mörkum til orkusparnaðar og það flokkast sem kerfi með vistvæna eiginleika. Í grunngerðunum vinnur það með IonAir en í öflugri gerðum með IonAir MultiFlow 360° kerfinu.
AdaptTech-kæling
Heldur matnum ferskum 20% lengur
Sveigjanlegt snjallkerfi sem fylgist með, greinir og skráir notkun kæliskápsins með vikulegu millibili. Í samræmi við greininguna á notkunarmynstrinu er svo stýringunni hagrætt, einkum hitastigsstillingum og rafmagnsnotkun. Komið er í veg fyrir að hitastig matarins hækki þegar hurðin er opnuð eins og í hefðbundnum kæliskápum, sem kemur svo aftur í veg fyrir bakteríumyndun.
CrispZone með HumidityControl
Ávextir og grænmeti bragðast eins og beint úr garðinum
Grænmeti og ferskir ávextir skemmast og rotna mun auðveldlegar en aðrar matartegundir. Ásamt því að halda öllum tegundum ávaxta og grænmetis ferskum býður þessi rúmgóða 36 l skúffa upp á stillingu rakastigs. Auðvelt er að stilla rakastigið með HumiditySlider og lengja þannig líftíma þessara matartegunda.
ZeroZone
Fullkomið fyrir kjöt og fisk
Matvörur á borð við ferskt kjöt, fisk og sjávarfang þurfa sérstaka meðhöndlun, einkum á heitari árstímum. ZeroZone-skúffan heldur alltaf hitastiginu við 0 °C og heldur þannig ferskleika og næringargildi viðkvæmra matvæla lengur ásamt því að halda þeim safaríkum. Skúffan er besti staðurinn til að geyma kjöt eða fisk í kryddlegi í nokkrar klukkustundir fyrir matreiðslu.
SuperCool-valkostur
Tilvalinn fyrir nýjar birgðir
Stöðugt hitastig er mikilvægasti eiginleikinn í kæliskápnum. Þegar kæliskápurinn er birgður upp með miklu magni af nýjum matvælum hækkar hitinn í skápnum. Þar af leiðandi er þessi eiginleiki afar hentugur þegar þú hefur staðið í stórinnkaupum. Eftir að kveikt er á eiginleikanum er hann virkur í sex klukkustundir og heldur á meðan hitastiginu 3 °C lægra en venjulega.
FastFreeze-valkostur
Hraðari frysting
Eiginleiki til að hraða frystingu, tilvalinn eftir stóra verslunarferð. Hentar sérlega vel til að frysta mat í miklu magni. Eftir að kveikt er á eiginleikanum er hann virkur í 50 klukkustundir og heldur á meðan hitastiginu við -24 °C.
PullOut
Togaðu í hilluna og gríptu það sem þig langar í
Rennihillurnar gera þér kleift að nálgast allt í kæliskápnum fljótt og auðveldlega. Aðgengi að matvörunum er greitt þannig að þú þarft ekki lengur að grafa þig inn í skápinn til að ná í mat sem geymdur er aftast í honum. Hillurnar eru úr hertu gleri sem er einstaklega endingargott og getur borið allt að 22 kg.
XXL SpaceBox-skúffa
Nægt pláss fyrir stærstu matarbitana
Stærsta skúffan í öllum kæliskápnum er staðsett í frystihólfinu þar sem auðvelt er að koma fyrir fyrirferðarmiklum matvælum. Þar er lítið mál að frysta kalkún, stór kjötstykki, pítsukassa eða heilar tertur. Auk þess er hægt að skapa enn meira pláss með því að taka skúffuna út.