XXL SpaceBox-skúffa
Nægt pláss fyrir stærstu matarbitana
Stærsta skúffan í öllum kæliskápnum er staðsett í frystihólfinu þar sem auðvelt er að koma fyrir fyrirferðarmiklum matvælum. Þar er lítið mál að frysta kalkún, stór kjötstykki, pítsukassa eða heilar tertur. Auk þess er hægt að skapa enn meira pláss með því að taka skúffuna út.
MultiBox
Hagnýt fjölnotaskúffa
Í kæliskápshurðinni er fjölnota skúffa með loki sem nota má til að geyma osta, lauk og önnur lyktarsterk matvæli. Matvælin haldast fersk og þorna ekki þar og svo má nota silíkonlokið fyrir egg eða sem ísbakka.