Fréttasafn

Þriðjudagur, 12. Janúar 2016, Island

Gullörninn er okkar!

Gullörninn er okkar!
Peter Prevc, fremsti skíðastökkvari heims í dag, hefur kórónað frábært tímabil með sigri í þýsk-austurrísku hoppvikunni (e. Four Hills Tournament). Við hjá Gorenje óskum honum innilega til hamingju með stórkostlegan árangur og erum stolt af að hafa átt þátt í þessum árangri sem almennur bakhjarl slóvensku liðanna.

Í gær nældi Prevc sér í fyrsta sætið í síðasta áfanga keppninnar í Bishofshofen, eftir frábæra frammistöðu í 64. þýsk-austurrísku hoppvikunni. Með sigri í þremur áföngum og þriðja sæti í einum vann Prevc þýsk-austurrísku hoppvikuna og hélt gullerninum – verðlaunagripnum í þessari virtu keppni – stoltur á lofti. Prevc er sem stendur með sterka forystu í FIS-heimsmeistarakeppninni í skíðastökki með sex sigra að baki.

Gorenje-samstæðan hefur verið almennur bakhjarl slóvenska hópsins í 25 ár og við erum stolt af því að styðja Peter og liðsfélaga hans á leið þeirra til árangurs. Við erum ánægð með að í hverri skíðastökkskeppni sem Peter og liðið taka þátt í flýgur nafn okkar hátt á lofti.
Við óskum Peter Prevc til hamingju með þennan stórsigur og bíðum spennt eftir nýjum sigrum!