Eiginleikar kælis

Vítamínverðir
Gorenje-kæliskápar eru ekki notaðir til matseldar en eru þó mikilvægasti hluti hvers eldhúss. Þeir gegna því einfalda hlutverki að tryggja að uppáhalds maturinn þinn sé alltaf aðgengilegur. Gorenje-kæliskápar geta þó miklu meira en það. Þeir eru búnir snjalltækni sem líkir eftir aðstæðum áþekkum þeim í náttúrunni sem halda matvælum lengur ferskum, ljúffengum og fullum af mikilvægum næringarefnum. Þeir eru með úthugsuðu fyrirkomulagi að innan svo notandinn hafi sem besta yfirsýn og nægt rými til að geyma jafnvel mikið magn. Glæsileg ytri hönnun þeirra er velkomin falleg viðbót við hvert heimili. Síðast en ekki síst heillar það hvað þeir eru hljóðlátir og hagkvæmir í notkun og endingargóðir.

Matvæli í öruggum höndum

CrispActive-skúffa með VitaLight

Þessi skúffa er með sérhannaðri VitaLight-lýsingu sem heldur matvælum lengur ferskum og hún er því tilvalin fyrir ávexti og grænmeti. Appelsínugult ljósróf hægir á þroskun ávaxta og grænmetis og heldur vítamínum þeirra og steinefnum.
_products/features/icon - CrispZone-skúffa með HumidityControl rakastillingu

CrispZone-skúffa með HumidityControl rakastillingu

Eins og beint úr garðinum
CrispZone er ein stærsta ávaxta- og grænmetisskúffan á markaði. Lágt hitastig og sá möguleiki að geta stillt rakann gerir að innihaldið helst ferskt mun lengur.
_products/features/icon - FreshZone-skúffa

FreshZone-skúffa

Eins og beint af gnægtaborði náttúrunnar
Skúffan sem er með lægsta hitastiginu hentar best fyrir geymslu á kjöti, fiski, ávöxtum og grænmeti. Þannig heldur ferskleiki, angan, litur og bragð matvælanna sér mun lengur en ella.
_products/features/icon - ZeroZone

ZeroZone

Fullkomið fyrir kjöt og fisk
Matvörur á borð við ferskt kjöt, fisk og sjávarfang þurfa sérstaka meðhöndlun, einkum á heitari árstímum. ZeroZone-skúffan heldur alltaf hitastiginu við 0 °C og heldur þannig ferskleika og næringargildi viðkvæmra matvæla lengur ásamt því að halda þeim safaríkum. Skúffan er besti staðurinn til að geyma kjöt eða fisk í kryddlegi í nokkrar klukkustundir fyrir matreiðslu.
meira
nálægt
_products/features/icon - FreshActive drawer

FreshActive drawer

Maximum freshness
This drawer is ideal for storing meat, fish, and seafood. The temperature is a few degrees lower than in the remaining part of the refrigerator compartment, which considerably extends its freshness.
_products/features/icon - XXL SpaceBox-skúffa

XXL SpaceBox-skúffa

Nægt pláss fyrir stærstu matarbitana
Stærsta skúffan í öllum kæliskápnum er staðsett í frystihólfinu þar sem auðvelt er að koma fyrir fyrirferðarmiklum matvælum. Þar er lítið mál að frysta kalkún, stór kjötstykki, pítsukassa eða heilar tertur. Auk þess er hægt að skapa enn meira pláss með því að taka skúffuna út.
meira
nálægt

Snjallar lausnir

AdaptTech

Kæliskápur sem endurspeglar venjur þínar
Snjallkerfið var hannað til að viðhalda kjörhitastigi í kæliskápnum, óháð því hversu oft hann er opnaður. Þegar hurðin er opnuð hækkar hitastigið skyndilega og maturinn verður fyrir varmatapi sem veldur því að hann skemmist fyrr. Kæliskápurinn mælir og greinir notkunarmynstur þitt jafnt og þétt. Þannig getur hann spáð fyrir um hvenær þú opnar hurðina og lækkað hitastigið um 1 til 2 °C rétt áður en hann er opnaður, til að tryggja jafnt hitastig og að maturinn haldist ferskur og næringarríkur.
_products/features/icon - IonAir með MultiFlow 360° virkni

IonAir með MultiFlow 360° virkni

Úrvals nærviðri í hverri hillu
Háþróuð kælitækni líkir eftir náttúrulegu jónunarferli svo maturinn helst ferskur lengur. Tækið framleiðir mínushlaðnar jónir sem stöðugt endurnýja loftið til að líkja eftir náttúrulegu nærviðri og mynda besta fáanlega umhverfi fyrir fersk matvæli. MultiFlow 360° loftræstikerfið dreifir jónaða loftinu jafnt um 14 loftræstiraufar til að viðhalda stöðugu hitastigi í hverri hillu.
meira
nálægt
_products/features/icon - IonAir með DynamiCooling

IonAir með DynamiCooling

Jöfn hitadreifing í kæliskápnum
Háþróað blásturskerfi með aflvirkri kælingu miðlar jónuðu lofti og jafnar hitastigið um allan kæliskápinn. Loft sem hefur verið auðgað með mínusjónum líkir eftir náttúrulegu nærviðri sem heldur matvælum ferskum lengur en annars. Það er auk þess hægt að setja hvaða matvæli sem er hvar sem vera skal í kæliskápinn, hitastigið er alls staðar hið sama.
meira
nálægt
_products/features/icon - A+++

A+++

Hámarks orkunýtni
Allir Gorenje kæli- og frystiskápar eru afar orkunýtnir. Þeir eru mjög vel einangraðir, bæði í hliðum og hurð, og búnir þjöppuáriðli og rafrænni eða vélrænni stýringu sem dregur umtalsvert úr rafmagnsnotkun. Kæli- og frystiskápar í A+++ orkunýtingarflokki nota 60% minni orku en þeir sem eru í A flokki.
meira
nálægt
_products/features/icon - SuperCool-valkostur

SuperCool-valkostur

Tilvalinn fyrir nýjar birgðir
Stöðugt hitastig er mikilvægasti eiginleikinn í kæliskápnum. Þegar kæliskápurinn er birgður upp með miklu magni af nýjum matvælum hækkar hitinn í skápnum. Þar af leiðandi er þessi eiginleiki afar hentugur þegar þú hefur staðið í stórinnkaupum. Eftir að kveikt er á eiginleikanum er hann virkur í sex klukkustundir og heldur á meðan hitastiginu 3 °C lægra en venjulega.
meira
nálægt
_products/features/icon - EcoMode

EcoMode

Orkusparnaður
Séu íbúar fjarverandi um lengri hríð má stilla kæliskápinn á orkusparnað þar sem hann er alltaf lokaður.
_products/features/icon - Þjappa með áriðli

Þjappa með áriðli

Áreiðanleg, hljóðlát og endingargóð
InverterCompressor þjöppur eru hljóðlátari, endast mun betur í notkun og eru hagkvæmari í rekstri en hefðbundnar þjöppur. Strax og hitastigið í kæliskápnum hækkar við að hann er opnaður, kælir þjappa með áriðli hann hratt og örugglega svo matvælin skemmist ekki.
meira
nálægt

Einfaldir í notkun

LedLight

Vel skipulögð lýsing og skilvirk í notkun
LED-lýsing (ljóstvistar) í kæliskápum tryggja afbragðsgóða og mjög skilvirka lýsingu. Endingartími ljóstvista er þrjátíu sinnum lengri en hefðbundinna ljósapera og þeir nýta aðeins tíunda hluta af því rafmagni sem glóperur þurfa.
_products/features/icon - SimpleSlide hillur

SimpleSlide hillur

Fyrir bæði stórar og litlar flöskur
Auðvelt er að færa hæðarstillanlegar hillur hurðarinnar upp eða niður og þar má geyma allt að 5 kg af matvælum að ýmsum stærðum og lögun.
_products/features/icon - PullOut

PullOut

Togaðu í hilluna og gríptu það sem þig langar í
Rennihillurnar gera þér kleift að nálgast allt í kæliskápnum fljótt og auðveldlega. Aðgengi að matvörunum er greitt þannig að þú þarft ekki lengur að grafa þig inn í skápinn til að ná í mat sem geymdur er aftast í honum. Hillurnar eru úr hertu gleri sem er einstaklega endingargott og getur borið allt að 22 kg.
meira
nálægt
_products/features/icon - MultiBox

MultiBox

Hagnýt fjölnotaskúffa
Í kæliskápshurðinni er fjölnota skúffa með loki sem nota má til að geyma osta, lauk og önnur lyktarsterk matvæli. Matvælin haldast fersk og þorna ekki þar og svo má nota silíkonlokið fyrir egg eða sem ísbakka.
_products/features/icon - Flöskuhaldari

Flöskuhaldari

The right place for bottles and cans
A special rack is provided for the bottles in the refrigerator. It is mounted under the glass shelf to optimize the use of storage space. It can hold up to 9 wine bottles or 14 half-litre cans in two levels.
_products/features/icon - SlotIn

SlotIn

Hurðin opnast alla leið
Hurðin á kælinum opnast alveg til hliðar þannig að auðvelt er að taka úr hillur og skúffur. Þessi lausn hentar mjög vel þegar kæliskápurinn stendur við vegg eða við hlið eldhúsborðs eða annars heimilistækis.