Philippe Starck er heimsþekktur og virtur franskur hönnuður.
Næmur skilningur hans á hverfulleika samtímans, ást hans á hugmyndum, viðleitni hans til að standa vörð um hugvitssamlegt notagildi - og notagildi hugvitsseminnar – eru allt eiginleikar sem hafa gert hönnunarverk hans einstök og auðþekkjanleg. Mörg þekktustu verka Starck eru hversdagsmunir, svo sem húsgögn og sítrónupressur, en hann hefur einnig hannað byltingarkenndar ofursnekkjur, vindmyllur til heimilisnota og rafmagnshjól, svo ekki sé minnst á heilu hótelin eða veitingastaðina sem eru ævintýraveraldir, fullar af spennandi áskorunum.
Með sinni fyrstu hönnunarlínu fyrir Gorenje undirstrikar Philippe Starck áherslu sína á að þjóna samfélaginu með því að bjóða upp á hámarksgæði á réttu verði og þróa vörur þar sem hugvit, gæði og heiðarleiki ráða ríkjum.
Notendur eru ávallt í fyrsta sæti í sköpunarferlinu og því er eldhúslínan Gorenje by S+ARCK hönnuð með hliðsjón af ólíkum lífsstíll og persónulegum smekk.
„Í hönnun minni er ávallt að finna rými þar sem notandinn getur mótað sína eigin upplifun.“ Philippe Starck
Hann á að baki yfir 10.000 hönnunarverk en þrátt fyrir alþjóðlega frægð og þrotlausa og kvika hugmyndaauðgi hefur hann aldrei gleymt kjarnanum, takmarki sínu og draumsýn: Sköpunin – hvert sem form hennar er – verður að auka lífsgæði eins margra einstaklinga og kostur er; hlutir verða fyrst og fremst að vera „góðir“ fremur en að vera „fallegir“.
„Í hverjum hlut, hverri lögun og hverjum stíl verður að felast merking; það er þessi merking sem setur mark sitt á daglegt líf okkar.“ Philippe Starck