Kolalaus PowerDrive mótor10 ára ábyrgð á mótor
1
Kynntu þér tæknina
Skráðu tækið þitt
Þú getur treyst þvottavél frá Gorenje til að sjá um þvottinn þinn. Hún skilur tímaskort og hefur þolinmæðina sem þarf til að sinna því sem þú hefur ekki tíma fyrir. Í því skyni býður hún upp á þvottakerfi sem henta margs konar óskum notenda með ólíkan lífsstíl. Hún getur þvegið fljótt og vel, en um leið á umhverfisvænan hátt. Hún getur verið hljóðlát en er líka afar vandvirk. Á hvaða stillingu sem þú velur fær þvotturinn blíðlega og vandvirknislega meðhöndlun. Efnin haldast fersk og sveigjanleg og litirnir halda sínum réttu litbrigðum.
Þegar þú kaupir Gorenje-þvottavél geturðu verið fullviss um að þú keyptir trausta og endingargóða gæðavöru. Við bjóðum nú upp á 10 ára ábyrgð á mótornum í öllum Gorenje-þvottavélum með Inverter PowerDrive-mótor sem eru keyptar eftir 1. september 2016. 10 ára ábyrgð á mótornum veitir viðskiptavinum okkar öryggi og sýnir einnig hversu vel við treystum tækni og framúrskarandi gæðum varanna okkar.

Kolalaus PowerDrive mótor

Ótrúlegt afl, mikil afköst

Öflugur mótorinn er kolalaus sem kemur í veg fyrir álag, núning og slit. Árangurinn verður betri, orkusparnaðurinn meiri og vinnslan er áberandi hljóðlátari. Þar að auki endist vélin lengur.

SensoCare

Fullkominn þvottur

SensoCare-tæknin sér til þess að allar gerðir efna fái bestu mögulegu meðhöndlun í þvotti. Hún velur alltaf æskilegasta samspil hitastigs, vatnsmagns, tíma og vinduhraða. Ef fötin þín þurfa hins vegar sérstaka meðhöndlun er hægt að velja nákvæmlega rétta kerfið fyrir bómullar- og gerviefni með viðeigandi stillingum og eiginleikum. NormalCare er kerfið sem þvær fötin með æskilegasta samspilinu milli þessara fjögurra þátta. Fyrir viðkvæman þvott bjóðum við sérhönnuð kerfi: TimeCare, AllergyCare og EcoCare. Þannig er hægt að flýta þvottinum og gera hann hagkvæmari eða vandvirkari með því að bæta við skolunarlotum.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan til að fá 10 ára ábyrgðarskírteini fyrir mótorinn.

Vottorðið verður sent á netfangið sem er tilgreint hér að ofan.
Ganga þarf frá skráningu innan átta vikna, frá því reikningurinn er gefinn út.

Vandamál með skráningu?

Ef þú rekst á eitthvert vandamál með skráninguna eða hefur einhverjar aðrar spurningar skaltu hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst eða hringja.
Netfang: progastro@progastro.is
Símanúmer: 540 3550